Byggingarverkefni fela í sér margar áskoranir. Þegar mikið er í húfi skiptir öllu máli að verkefninu sé stjórnað af öryggi með gæði og vönduð vinnubrögð að leiðarljósi. Hafir þú áhuga á að verkefni ljúki á réttum tíma og samkvæmt fjárhagsáætlun ert þú í góðum höndum hjá JT Verk.
Við sérhæfum okkur í verkefnastjórnun byggingarverkefna. Menntun og áratuga reynsla af öllum stigum ferlisins gerir verkefnastjóra okkar í stakk búna að mæta hverju verkefni þar sem það er statt og ljúka því farsællega.
Við erum pappírslaust fyrirtæki og notumst við rafrænt, miðlægt verkefnastjórnunartól sem gefur viðskiptavinum okkar góða yfirsýn yfir verkefnin, auk reglulegrar yfirferðar yfir stöðuna með verkefnastjóra.
Byggingarverkefni fela í sér margar áskoranir. Þegar mikið er í húfi skiptir öllu máli að verkefninu sé stjórnað af öryggi með gæði og vönduð vinnubrögð að leiðarljósi. Hafir þú áhuga á að verkefni ljúki á réttum tíma og samkvæmt fjárhagsáætlun ert þú í góðum höndum hjá JT Verk.
Við sérhæfum okkur í verkefnastjórnun byggingaverkefna. Menntun og áratuga reynsla af öllum stigum ferlisins gerir verkefnastjóra okkar í stakk búna að mæta hverju verkefni þar sem það er statt og ljúka því farsællega.
Við sjáum um útboð á öllum verkþáttum til verktaka, metum tilboðin og hæfi fyrirtækjanna, gerum innkaupaáætlun, tímaáætlun og fjárhagsáætlun, höfum eftirlit með framkvæmdum og viðhöldum kostnaðarvitund í gegnum allt ferlið.
Sem byggingastjórar verkefna erum við löglegir fulltrúar verkkaupans og störfum í umboði hans. Við gætum hagsmuna hans gagnvart byggingaryfirvöldum, hönnuðum, iðnmeisturum og öðrum sem að verkefnunum koma.
Við aðstoðum við útboð til arkitekta og hönnuða, stýrum hönnunarfundum, gerum hönnunaráætlun, rýnum í gögnin og gætum þess að þau standist reglur, höldum utan um skil á gögnum o.s.frv.